Laufás er lengst til vinstri þá Melstaður og Ægissíða lengt til hægri.
Svarta húsið sem ber yfir Melstað var einhvers konar útihús.
Í Laufási bjuggu Sigurður Guðmundsson og Margrét Björnsdóttir með dóttur sinni Fjólu. Sigurður var smiður og var með trésmíðaverkstæði í húsnæðinu lengst til hægri í Laufási.
Seinna byggðu svo Fjóla og Jón Kr. Jónsson þáverandi maður hennar hús, sem enn stendur, við enda bygginganna í Laufási til vinstri. Melstaður er nú horfin en þar bjuggu Björgvin Guðmundsson frá Saurum og Margrét ? kona hans.
Þau voru barnlaus og eftir að þau fluttu burt var Melstaður rifinn. Neðan við götuna stóð Ægissíða en þar bjuggu Guðni Sveinsson og Klemensína Klemensdóttir með syni sínum Guðmundi.
Guðmundur Guðnason var mjög lengi póstur á Skagaströnd og vinsæll og góður ljósmyndari. Þessi mynd er t.d. tekin af honum. Eins og algengt var á þessum árum eru fjárhús og hlöður gjarnan sambyggðar íbúðarhúsum fólks eins og glögglega sést á Melstað.
Þessi mynd var líklega tekin einhventíma upp úr 1960. |