Þetta er fjölskyldan í Dvergasteini. Dvergasteinn var hús sem stóð ofan við Skálholt en var við Bankastræti. Húsið var lítið og lágreist með viðbyggð fjárhús og hlöðu.
Á myndinni er ekkjan Svanbjörg Magdalena Jósefsson (Svana Fossdal) (f. 27.4.1925 - d. 31.3.2002) með börnin sín. Svana var færeysk að uppruna en maður hennar var Hafsteinn Björnssson Fossdal.
Hafsteinn drukknaði í Skagastrandarhöfn í hörmulegu slysi 22. febrúar 1962 og er því að sjálfsögðu ekki á myndinni.
Börnin þeirra á myndinni eru frá vinstri: Ingi Jóhann Hafsteinsson Fossdal, sem drukknaði í Hólmavatni við Blönduós 12. desember 1987, Matthilda Alvilda Hafsteinsdóttir Fossdal, Björn Hafsteinsson Fossdal (d. 13.4.1983) og Sævar Hafsteinsson Fossdal. Sævar var seinna í fóstri á Holtastöðum í Langadal og eyddi þar unglingsárum sínum.
Myndin var tekin heima í Dvergasteini um jól á árunum 1963 eða1964. Svana flutti til Reykjavíkur með fjölskyldu sína árið 1965. |