Mynd vikunnar

Skíðagöngufólk 1983

Á áttunda áratugnum og fram eftir þeim níunda var mikill skíðaáhugi á

Skagaströnd. Skíðalyfta var keypt og starfrækt í hlíðum Spákonufells,

skíðaskálinn var byggður og skíðaáhuginn var almennur.

Haldin voru fjölmenn skíðamót í svigi, bruni og skíðagöngu þar sem allir

skemmtu sér vel.

 

Fólkið á þessari mynd tók sig til og gekk á gönguskíðum

frá Skagaströnd og út að Háagerði einn sunnudag vorið 1983.

Þegar þangað kom beið Jón Jónsson eftir fólkinu með heitt kakó í potti og

samlokur í rússajeppa sem hann átti.

 

Standandi frá vinstri á myndinni:

Karl Berndsen, Guðrún Guðbjörnsdóttir, Guðmundur Haukur Sigurðsson,

Guðbjörg (Gógó) Viggósdóttir, Magnús B. Jónsson, Viggó Magnússon

og Stefán Lárusson. Sitjandi: Jón Jónsson, Gylfi Sigurðsson, Bára Þorvaldsdóttir,

Bjarney Valdimarsdóttir, Bernódus Ólafsson, Guðrún Sigurðardóttir,

Þórunn Bernódusdóttir og Anna Bára Sigurjónsdóttir.

 

Myndina tók Ólafur Bernódusson fyrir utan Háagerðisbæinn.