Höfðahólar |
|
Lengi framan af öldum var land á núverandi Skagaströnd í eigu tveggja bæja. Bæirnir voru Spákonufell, sem var kirkjustaður, og Höfðahólar. Seinna bættust svo Háagerði og Finnsstaðir við. Þessi mynd er af Höfðahólum sem stóðu á berginu ofan við núverandi tjaldsvæði. Þar er nú fánastöng og minningarskjöldur um bæinn einnig má sjá þar nokkrar rústir ef vel er gáð. Síðustu ábúendur á Höfðahólum voru Jóhannes Björnsson og Dagný Guðmundsdóttir foreldrar bræðranna: Páls, Sigmars, Vilbergs og Óskars. |