Sigursveit kvenna í kappróðri á sjómannadegi, líklega 1989.
Frá vinstri: Árni Ólafur Sigurðsson stýrimaður, Hallbjörg Jónsdóttir,
Vigdís Viggósdóttir, Sigþrúður Magnúsdóttir, Guðbjörg Viggósdóttir,
Kolbrún Viggósdóttir og Edda Pálsdóttir.
Sigrinum fylgdi bikar til varðveislu í eitt ár. Ef sama sveitin vann bikarinn
þrisvar í röð eða fimm sinnum alls vannst hann til eignar. Líklega hefur
þessi sveit keppt í nafni Hólanes hf og flestar stúlkurnar verið starfsstúlkur
þar á þessum tíma. Enn er keppt í kappróðri á sjómannadegi á Skagaströnd
á bátunum Gusti og Golu, sem byggðir voru í bátastöð Nóa Kristjánssonar á
Akureyri árið 1948 og notaðir í fyrsta sinn á sjómannadegi það ár.
Allt upp í 16 róðrarsveitir hafa keppt á sjómannadegi en það var 1988 sem
þær voru svo margar. Yfirleitt eru sveitirnar þó mun færri.
Heimild: Sjómannadagurinn á Skagaströnd í 70 ár eftir
Lárus Ægi Guðmundsson útgefið 2009. |