Mynd vikunnar

 

Kalli, Lilli og Ásmundur

Þessir duglegu menn unnu allir hjá Síldarverksmiðju

Ríkisins á Skagaströnd.

 

Karl Þórólfur Berndsen (f. 12.10.1933 - d. 12.2.1995), sem er

lengst til vinstri, var vélvirki og vann lengi á verkstæðinu

hjá verksmiðjunni.

 

Sama gerði Þórarinn Hafsteinn Björnsson – Lilli Björns

(f. 29.6.1926 - d. 24.5.1985) - sem er á miðri myndinni.

 

Ásmundur Magnússon (f. 4.8.1918 - d. 2.2.1996), lengst til hægri,

var vélstjóri og var svo verksmiðjustjóri á árunum 1946 - 1965.

Þá flutti hann sig um set og gerðist verksmiðjustjóri á

Reyðarfirði í mörg ár.

 

Kalli og Lilli stofnuðu saman Vélaverkstæði Karls og Þórarins

1964 og unnu saman í því fyrirtæki til 1978 er Lilli seldi Kalla sinn hlut

og flutti til Akureyrar vegna heilsubrests.

Karl hélt starfseminni áfram, undir nafninu Vélaverkstæði Karls Berndsen,

til dauðadags.

 

Karl var alltaf mikill íþróttaáhugamaður og seinustu árin stundaði

hann golf af ástríðu. Má segja um hann að Hágerðisvöllur væri líklega

ekki það sem hann er í dag ef ekki hefði notið gríðalegrar

sjálfboðavinnu Kalla við völlinn.

 

Lilli Björns var dverghagur maður sem gat lagfært jafnt

vörubíla og minnstu armbandsúr.

 

Saman mynduðu þessir þrír menn öflugt teimi sem hafði áhrif til

góðs í samfélaginu.