Mynd vikunnar

 
Samkoma í Höfðaskóla

Myndin var tekin á einhverri samkomu í Höfðaskóla
kringum 1985. Tilefnið er óþekkt en á henni má þekkja
marga þáverandi nemendur skólans ásamt foreldrum
nokkurra þeirra. 


Stúlkurnar þrjár á fremsta bekk eru óþekktar.
Á öðrum bekk eru, talið frá vinstri: Hugrún Pálsdóttir,
Bryndís Ingimarsdóttir, María Rós Karlsdóttir og Gígja Óskarsdóttir.
Á þriðja bekk er Björk Axelsdóttir kennari lengst til vinstri þá kemur
óþekkt stúlka en sú með gleraugun er Særún Níelsdóttir.
Næst er óþekkt stúlka sem situr með barn en stelpan í
lopapeysunni er annar hvor tvíburanna, Vilborg eða
Áslaug Jóhannsdóttir.  
Á næsta bekk situr Árný Helgadóttir á endanum til vinstri en næst,
á þeim bekk, má svo þekkja Ásu Ásgeirsdóttur,
Hólmfríði Önnu Ólafsdóttur (Díu Önnu), Þorstein Jónsson,
Viggó Magnússon og Ægi Jónsson. 
Við enda næstu raðar stendur Elínborg Jónsdóttir (d. 7.1.2007)
kennari til vinstri og sjá má Þórunni Bernódusdóttur yfir höfuð
Bjarkar.
Við hlið Þórunnar situr Soffía Jónasdóttir, óþekktur,
Gunnlaugur Sigmarsson (með skegg) og Steinunn Friðriksdóttir
kona hans.
Lárus Ægir Guðmundsson sést yfir höfuð Ægis en Lárus er að tala
við Adolf J. Berndsen. 
Í næstu röð fyrir aftan Elínborgu og Þórunni er Áslaug Gunnarsdóttir
lengst til vinstri, þá Þorbjörg Eðvarðsdóttir, og óþekktir en svo sést
hálft höfuð Rafns Sigurbjörnssonar frá Hlíð og
Sigurbjörn Fanndal Þorvaldsson (d. 13.8.2000).
Fyrir aftan Gunnlaug situr Margrét Haraldsdóttir (d. 24.6.2000)  og við
hlið hennar Bjarney Valdimarsdóttir með dóttur sína Erlu Maríu
Lárusdóttur í fanginu. Við hlið Bjarneyjar er svo Halldóra Þorláksdóttir. 
Upp við bakvegginn eru, frá vinstri: tveir óþekktir, Rúnar Loftsson,
Karl Lúðvíksson íþróttakennari, tvær óþekktar konur, Skúli Tómas
Hjartarson, Halldór Gunnar Ólafsson, Rafn Ingi Rafnsson,
tveir óþekktir, Óli Hjörvar Kristmundsson, Þráinn Bessi Gunnarsson
og Ingvi Sveinn Eðvarðsson.
Fyrir framan þá Bessa og Ingva situr Friðrik Gunnlaugsson. 
Ef þú þekkir fleiri á myndinni vinsamlega sendu okkur þá
athugasemd.