Á þessari mynd af Bankastræti sjást, vinstra megin við götuna, talið frá vinstri: fjárhús/fjós og hlaða sem var í eigu Þórbjörns Jónssonar á Flankastöðum, Höfðabrekka í eigu hjónanna Björgvins Jónssonar (d. ?) og Þorgerðar Guðmundsdóttur (d. ?), Bjarnarhöfn í eigu Bjarna Loftssonar (d.?) og Fanneyjar Jónsdóttur. Lengra frá er Höfðakot með tilheyrandi útihúsum í eigu hjónana Steingríms Jónssonar (d. 5.1.1992) og Halldóru Pétursdóttur (d. 23.12.1987) og uppi í brekkunni stendur Höfðaberg í eigu Júlíusar Árnasonar og Steinunnar Guðmundsdóttur sem fluttu burtu og eru nú látin. Hægra megin við götuna eru, næst okkur: Höfðaborg en í því eru tvær íbúðir. Íbúðina nær okkur áttu og eiga enn hjónin Adolf J. Berndsen og Hjördís Sigurðardóttir. Hina íbúðina áttu hjónin Þórarinn Björnsson (d. 24.5.1985) og Gunda Cecelía Jóhannsdóttir. Þá koma Flankastaðir en þeir voru í eigu þeirra hjóna Þórbjörns Jónssonar (d. 22.1.1996) og Guðmundu Árnadóttur. Kárastaðir eru næstir. Þar bjuggu bræðurnir Sigurbjörn Kristjánsson (d. 10.9.1989) og Kári Kristjánsson (d. 11.12.1990) ásamt ráðskonu sinni Jónínu Valdimarsdóttur. Í Stórholti sem er næst í röðinni (með kvist á þakinu) eru þrjár íbúðir. Í norðurendanum bjó Gunnar Albertsson með konu sinni Hrefnu Björnsdóttur ásamt móður hennar Steinunni Jónsdóttur(d.6.4.1982). Á neðri hæðinni í suðurendanum bjuggu þegar myndin var tekin, Gunnar Helgason (d. 19.10.2007) og konan hans Elísabet G. Kristjánsdóttir (d. 21.3.1991). Uppi í suðurendanum voru hjónin Bernódus Ólafsson (d. 18.9.1996) og Anna H. Aspar (d. 1.9.1999). Skálholt er síðan örlítið til hægri við Stórholt. Skálholt tilheyrir ekki Bankastræti heldur Skagavegi. Allmargir hafa búið í Skálholti en líklega hafa búið þar hjónin Benjamín Sigurðsson (d. 30.9.2004) og Lára Loftsdóttir (d.21.4.2010) þegar myndin var tekin. Til hægri við Skálholt sjást svo Sólheimar ( með kvisti). Það áttu hjónin Ingvar Jónsson (d. 18.1.2003) og Elínborg Árnadóttir (d. 7.4.1979). Sólheimar eru við Skagaveg eins og Skálholt. Hægra megin við Sólheima og nær okkur á myndinni er Þórshamar sem líka er við Skagaveg. Þegar myndin var tekin bjuggu líklega á efri hæðinni Kristján Sigurðsson (d. 3.11.1966) og Unnur Björnsdóttir (d. ?) kona hans. Á neðri hæðinni voru Baldur Árnason (d.14.11.2009) og hans kona Esther Olsen (d.17.4.2003). Hrólfur Jónsson (d.1.8.1989) og Sigríður Guðlaugsdóttir (d. 25.3.1996) hétu hjónin sem bjuggu í Bjarmalandi sem stendur hinum megin við Skagaveginn á móti Skálholti. Húsið lengst til hægri á myndinni var Þórsmörk. Hjónin Sigurður Guðmonsson (d. 5.8.1981) og Hallbjörg Jónsdóttir (d. 22.12.1987) bjuggu þar og þeim tilheyrðu líka fjáhúsin, hlaðan og hjallurinn sem bera í Þórshamar á myndinni. Allt þetta fólk sem upp er talið hér að ofan átti börn sem bjuggu að sjálfsögðu hjá foreldrum sínum . Kárastaðabræður voru þó undantekning því þeir voru barnlausir en hjá þeim ólst upp dóttir Jónínu ráðskonu þeirra. |