Myndin er af klettadrangi sem var úti á Höfða rétt norðan við staðinn þar sem gamli, aflagði vegurinn endar. Upphaflega var kerlingin með "bók" og virtist vera að lesa í henni. Bókin er horfin þegar þessi mynd var tekin. Sagt var að þetta væri tröllkona/kerling að bíða eftir manninum sínum koma af sjónum. Hann kom ekki en hún sat og beið of lengi þannig að hún breyttist í stein þegar sólin náði að skína á hana. Því miður er kerlingin nú horfin vegna veðrunar þannig að þessi mynd er skemmtileg minning um horfna tíð. |