Vorið 1987 héldu eldri borgara sýningu í Höfðaskóla á handavinnu sinn sem þau höfðu unnið yfir veturinn undir leiðsögn Guðrúnar Guðmundsdóttur sem þá sá um félagsstarf aldraðra á Skagaströnd. Í gegnum árin hefur reynst erfitt að fá karlmenn inni í félagsstarfið og þess vegna eru einungis konur á myndinni. Lengst til vinstri á myndinni er Guðrún Guðmundsdóttir leiðbeinandi og kaupkona þá Jóhanna Thorarensen ( d. 6.3.2004) frá Litla Bergi, Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir (d.13.7.2003) frá Dagsbrún, Hrefna Jóhannesdóttir (d. 9.11.2011) frá Garði, Sigurlaug Jónsdóttir (d. 15.8.2011) frá Ási, Laufey Sigurvinsdóttir ( 21.12.1994) frá Litla Bergi og Sigríður Fanný Ásgeirsdóttir (d. 11.12.2006) frá Lækjarbakka. Allar bjuggu þessar konur á Skagaströnd með fjölskyldum sínum mestan hluta ævinnar og settu mark sitt á bæinn. Hrefna var nýlega orðin 100 ára þegar hún lést. |