Fjallaferð 1992.
| | Árið 1992 fóru þessir 14 og 15 ára krakkar í þriggja daga gönguferð með leikfimikennaranum sínum. Ferðin hófst við Blöndulón og gengu krkkarnir að Hveravöllum fyrsta daginn og gistu þar. Annan daginn gengu þau upp að rótum Langjökuls og gistu í skála sem þar er. Síðasta daginn gengu þau svo niður í Vatnsdal. Báru þau með sér nesti fyrir ferðina og svefnpoka en vegalengdin sem þau gengu var um 100 kílómetrar. Margir höfðu vantrú á að krakkarnir mundu endast ferðina, því þau þurftu að ganga 25 - 30 km á dag, en ferðin gekk upp og var góð lífsreynsla fyrir krakkana. Þessi mynd var tekin fyrir utan Höfðaskóla áður en lagt var af stað í bíl upp á Kjalveg. Frá vinstri: Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir, Jón Ólafur Sigurjónsson, Þóra Ágústsdóttir, Gunnþór Óskar Sæþórsson, Jón Örn Stefánsson, Magnús Helgason, Þorlákur Guðjónsson, Guðrún Björg Elísdóttir, Viktor Pétursson, Ólína Laufey Sveinsdóttir, Carl Erik Jakopsen kennari og leiðangursstjóri og Árni Max Haraldsson. |
|