Í febrúar 1993 afhentu krakkar í þáverandi 5.og 6. bekk í Höfðaskóla sóknarprestinum séra Agli Hallgrímssyni sitt framlag til hjálparstofnunar kirkjunnar. Peningum höfðu krakkarnir meðal annars safnað með velheppnuðu áheitasundi um haustið. Frá vinstri: Davíð Bragi Björgvinsson, Ragna Hrafnhildur Magnúsdóttir, Ásdís Lýðasdóttir, Sveinþór Ari Arason (fjær), Þóra Lísebet Gestsdóttir, Karen Peta Karlsdóttir (nær), Andri Þór Ómarsson, Bæring Jón Skarphéðinsson og Hafsteinn Björnssoní fremstu röðinni og Kristrún Linda Jónasdóttir á milli þeirra. Elva Dröfn Árnadóttir er í köflóttri skyrtu en Sigrún Líndal Þrastardóttir og Heiðrún Ósk Níelsdóttir eru hægra megin við hana. Séra Egill Hallgrímsson stendur með gjafabréfið í höndunum og við hlið hans er Unnur Kristjánsdóttir kennari krakkanna. Framan við þau eru frá vinstri: Ólafur Guðmundson, Birna Ágústsdóttir, Elvar Arinbjörn Grétarsson og Sverrir Brynjar Berndsen. Í dag, 16. janúar 2014, þegar þessi mynd er birt búa einungis tvö barnanna enn á Skagaströnd. Getur þú áttað þig á hver þau eru? |