Skipting Skagastrandar í útbæ og innbæ var mun meira áberandi á árunum 1950 - 1970 en hún er nú í dag. Þá börðust fylkingar ungra út - og innbæinga með trésverðum og öðrum slíkum vopnum með reglulegu millibili en eins og úr öðrum stríðum heimsins kom ekkert út úr þeim orrustum nema stöku blóðnasir. Á þessari friðsemdarmynd eru nokkrir útbæingar framan við Höfðabrekku (Bankastræti 10) einhverntíma kringum 1960. Frá vinstri: Matthildur Hafsteinsdóttir Fossdal frá Dvergasteini, Vigfús Elvan Friðriksson (d. 7.12.2001) Höfðabrekku, Björn Hafsteinsson Fossdal, frá Dvergasteini (bróðir Matthildar), Ólöf Smith (Lólý) Höfðabrekku, Árni Björn Ingvarsson Sólheimum, Heiðar Elvan Friðriksson Höfðabrekku, Örn Berg Guðmundsson (Assi) Höfðabrekku, Ólafur Bernódusson Stórholti og Steindór R. Haraldsson Höfðakoti. Ef þú þekkir óþekktu krakkana endilega sendu okkur þá athugasemd á netfangið : ljosmyndasafn@skagastrond.is eða olibenna@hi.is . |