Mynd vikunnar


Árbakkasteinn
Árbakkasteinn er í raun tvö sker sem standa fram af Hrafnánni.
Næst okkur á myndinni er grjótgarður, sem byggður var á
fimmta átratugnum, sem upphaf á hafnargerð, sem hugsuð var
með varnargarði út í Árbakkastein og síðan þaðan til norðurs að
Brúnkollu, sem er blindsker sunnan við enda Útgarðs.
Ef þessar hugmyndir hefðu orðið að veruleika væri
Skagastrandarhöfn að öllum líkindum  lífhöfn í hvaða
veðrum sem væri.
Þá lá líka fyrir skipulag að Skagaströnd sem 5000 manna
byggð sem byggja skyldi á stóriðju - síldarverksmiðjunni - og
margfeldiáhrifum hennar.
Því miður gleymdist að ræða við síldina til að tryggja hennar þátt
í málinu þannig að draumarnir um  svo fjölmenna
og blómlega byggð runnu út í sandinn.