Mynd vikunnar

 
Á þessari mynd eru krakkar sem sóttu
kirjuskólann/sunnudagaskólann á árunum kringum
1965 ásamt leiðbeinendum sínum.
Myndin var tekin á tröppunum við Höfðaskóla sennilega
einhverntíma á árunum 1965-1968.Takið eftir að allir eru með
biblíumyndina sína í höndunum en slíkum myndum var úthlutað
í kirkjuskólanum á hverjum sunnudegi.  
Fullorðna fólkið til vinstri er: Dómhildur Jónsdóttir (d. 18.10.2012)
með gráa húfu, séra Pétur Þ. Ingjaldsson (d. 1.6.1996) og
Margrét Konráðsdóttir (d. 17.9.1974). Páll Jónsson (d. 19.7.1979)
stendur aftast með barn í fanginu og til hægri er Guðrún Teitsdóttir
(d. 17.6.1978) einnig með barn í fanginu.
Við hlið Margrétar, aftast, stendur Guðrún Lárusdóttir og framan
við hana er Aðalheiður Másdóttir og hægra megin við hana er
Elsa Lára Blöndal með rauða húfu.
Framan við Aðalheiði er Ingibergur Guðmundsson og bróðir hans
Karl Guðmundsson er rauðhærður á miðri mynd. Hjá Karli, aftar
og vinstra megin í brúnni peysu, er Sigurður Þorbjörnsson en
Vigfús Elvan Friðriksson (d. 7.12.2001) er aftan við Karl til hægri
í hvítir og brúnni peysu.
Aftan og vinstra megin við Guðrúnu Teitsdóttur  í svartri úlpu
með bleikt um hálsinn er Ólína Bjarnadóttir og  beint framan við
hana er svo Kjartan Bjarnason. Guðmundur Viðar Guðmundsson
er framarlega með rautt hár og heldur utan um minni börn
í fremstu röð.
Framan við séra Pétur með brúna húfu er Heiðar Elvan Friðriksson
og til hægri við hann er Guðbjörg Kristinsdóttir en aftan við hana
Árni Geir Ingvarsson. Framan við Heiðar og Guðbjörgu eru
Guðbjörg Viggósdóttir í ljósri kápu og Líney Jósefsdóttir í svartri
vattúlpu.
Í fremstu röð til hægri í rauðri kápu með svarta húfu er
Unnur Gunnarsdóttir og aftan við hana er Málfríður Jóhannsdóttir
en hægra megin við Unni er Lára Bylgja Guðmundsdóttir.
Aðrir á myndinni eru óþekktir en ef þú getur bætt við nöfnum
vinsamlega sendu okkur þá athugasemd.