Mynd vikunnar


Á síldveiðum
Þessi mynd var tekin um borð í Auðbjörgu HU 6 - þeirri fyrstu
með því nafni á Skagaströnd - á síldveiðum á Húnaflóa.
Ekki er vitað hvenær myndin var tekin en þessi Auðbjörg var gerð
út frá Skagaströnd árin 1947 - 1959 þannig að myndin hefur
verið tekin einhverntíma á þessu árabili.
Líklega er Auðbjörgin á reknetaveiðum og myndin er lýsandi
fyrir af hverju síldin er kölluð "silfur hafsins" því karlarnir og allt
skipið eru þakin silfurlitu hreistri síldarinnar.