Skagaströnd.
Þessi mynd er líklega tekin um 1980.
Hálfa húsið lengst til vinstri eru Sólheimar eldri. Gula húsið sömu megin við götuna er Bjarmaland þar sem lengi HrólfurJónsson (d.1.8.1989) og Sigríður Guðlaugsdóttir (d. 25.3. 1996) með dóttur sinni, Áslaugu.
Gula húsið með brúna þakinu er Steinholt þar sem bjuggu Lúðvík Kristjánsson (d. 10.2.2001) og Sigríður (d. 5.7.1962) með fjórum börnum sínum. Skálholt er næsta hús við Steinholt, sömu megin götunnar. Þar bjó eitt sinn Jói norski, Jóhann Baldvinsson (d. 9.4.1990) ásamt konu sinni Core Sofie Poulsen (d. 1987) og börnum.
Þá kemur Þórshamar þar sem ýmsir hafa búið en fyrst Kristján Sigurðsson (d. 3.11.1966) verslunarmaður og Unnur Björnsdóttir (d. ?) með sínum börnum á efri hæðinni en Baldur Árnason (d. 14.11.2009) og kona hans Esther Olsen (d. 17.4.2003) á neðri hæðinni með sínum börnum.
Í hvarfi við Þórshamar er Þórsmörk en litli kofinn með rauða þakinu á miðri mynd eru fjárhús og hlaða sem tilheyrðu Þórsmörk. Í Þórsmörk bjuggu Sigurður Guðmonsson (d. 5.8.1980) og Hallbjörg Jónsdóttir (d. 22.12.1987) með börnum sínum. Héðinshöfði er næstur í göturöðinni. Þar bjuggu lengst af Ástmar Ingvarsson (d. 10.10.1977) bifreiðastjóri og Sigurjónsdóttir (d. 15.12.1990) og börn þeirra í norðurendanum en í suðurendanum voru lengi Kristinn Jóhannsson (d. 9.11.2002) og Guðný Finnsdóttir kona hans með börnum sínum fjórum.
Næst okkur á myndinni með grænu þaki er Höfðaberg. Þar hafa ýmsir búið sér heimili, m.a. Júlíus Árnason (d. ?) með konu sinni Steinunni ?? (d. ?). Næst við Höfðaberg kemur Höfðakot með viðbyggðum fjárhúsum og hlöðu. Þar áttu heima Steingrímur Jónsson (d. 15.1.1992)og Halldóra (d 23.12.1987) ásamt bróður Halldóru, Guðmundi Péturssyni (d. 30.6.1987). Steingrímur og Halldóra eignuðust mörg börn og ólu líka upp tvö barnabörn sín.
Stórholt ber yfir Höfðakot en í Stórholti var þríbýli. Á helmingi efri hæðarinnar bjuggu Bernódus Ólafsson (d. 18.9.1996) og Anna H. Aspar (d. 1.9.1999) með fjórum börnum sínum.
Á neðri hæðinni sunnanverðri bjuggu lengi Gunnar Helgason (d. 19.10.2007) og Elísabet Kristjánsdóttir (d. 21.3.1991) með þremur börnum sínum.
Í norðurenda hússins, uppi og niðri, bjuggu Gunnar Albertsson og Hrefna Björnsdóttir með sonum sínum ásamt móður Hrefnu, Steinunni Jónsdóttur (d. 6.4.1982).
Græna húsið hægra megin við Stórholt hét Kárastaðir og þar bjuggu lengi bræðurnir, Sigurbjörn Kristjánsson (d. 10.9.1989) og Kári Kristjánsson (d. 11.12.1990) ásamt ráðskonu þeirra, Jónínu Valdimarsdóttur.
Rauða langa húsið með græna þakinu voru vinnubúðir sem voru notaðar fyrir menn sem voru að vinna við endurbætur á síldarveksmiðjunni. Búðirnar voru fluttar hingað frá Kröfluvirkjun þar sem þær höfðu þá lokið hlutverki sínu. Örlög þessa húss urðu þau að það brann til kaldra kola eina nóttina og menn sem þar voru inni sluppu naumlega út.