Mynd vikunnar

 


Birgir á Blíðfara

Birgir Árnason (d. 2.2.2005) í Straumnesi gerði út á grásleppu í mörg ár
á bát sínum Blíðfara Hu 27, einkum á miðunum sunnan við Skagaströnd.
Hann var áður m.a. verkstjóri á síldarplönum bæði á Skagaströnd og
annarstaðar, hafnarvörður Skagastrandarhafnar í mörg ár og formaður
slysavarnadeildarinnar í nokkur ár.
Birgir var hæfileikamaður á mörgum sviðum en skapríkur og rakst ekki
allaf vel í hópi en var tryggur vinur vina sinna og höfðingi heim að sækja.
Hann eignaðist þrjú börn, Búa Þór (d. 18.9.2009), Árna Björn og
Eyrúnu með konu sinnI Ingu Þorvaldsdóttur (d. 14.12.2012) en þau
bjuggu í áratugi í Straumnesi á Skagaströnd.