Hótel Dagsbrún. |
Fyrstu árin eftir að stjórnsýsluhúsið var byggt var Hótel Dagsbrún rekið á miðhæðinni. Fyrstu rekstraraðilar hótelsins voru hjónin Sveinn Ingi Grímsson og Líney Jósefsdóttir. Þau eru hér fremst á myndinni til hægri en síðan koma tvær starfsstúlkur, Þórhalla Þórhallsdóttir og óþekkt kona. Myndin var tekin í veitingasal hótelsins en það var í eigu Skagstrendings hf á þessum tíma. Eftir að þau hjón Sveinn Ingi og Líney hættu rekstri hótelsins hafa nokkrir aðilar spreytt sig á að reka það en allir hætt þannig að í nokkur ár hefur engin starfsemi farið þar fram. Hótelið er nú í eigu Fisk Seafood á Sauðárkróki. Ef þú veist hvað konan lengst til vinstri heitir vinsamlega sendu okkur þá athugasemd. |