Þessi mynd var tekin á leikskólanum Barnaból á litlu jólunum 1981. Fremst til vinstri er Jón Ólafur Sigurjónsson, Jón Örn Stefánsson situr hægra megin við hann í rauðleitri peysu og Arnar Ólafur Viggósson er lengra til hægri í bláum smekkbuxum og Gunnar Guðmundsson hægra megin við hann. Við hlið Jóns Ólafs í fölbleikum fötum situr Árný Guðrún Ólafsdóttir. Hildur Inga Rúnarsdóttir stendur með aðra hönd á mjöðm en framan við hana til hægri situr flötum beinum Viktor Pétursson en við hlið hennar í ljósblárri peysu er Jóhannes William Grétarsson. Aftan við Viktor, í brúnleitu vesti, er Þorlákur Guðjónsson og aftan við hann til vinstri er Írena Rúnarsdóttir. Sitt hvoru megin við Írenu eru systkin, Jósep ? og Sara? Aftan við Hildi Ingu til vinstri er Ólafur Magnússon og vinstra megin við hann, í rauðum kjól, er Þóra Ágústsdóttir. Stúlkan í dökk bláa kjólnum sitjandi til vinstri er Bergþóra Hrönn Guðjónsdóttir og á endanum til vinstri við Bergþóru sér í Salóme Ýr Rúnarsdóttur. Aftan við Bergþóru, með fingurinn við munninn, er Auðna Ýrr Oddsdóttir. Konan vinstra megin er óþekkt en hún heldur á Björgvin Ragnarssyni. Framan við hana örlítið hægra megin er María Jóna Gunnarsdóttir. Konan hægra megin er Bára Þorvaldsdóttir með Elínu Ósk Ómarsdóttur í fanginu og leggur hönd á höfuð Kolbrúnar Jennýar Ragnarsdóttur. Aðrir á myndinni eru óþekktir en ef þú þekkir eitthvert þeirra vinsamlega sendu okkur þá athugasemd.
|