Mynd vikunnar

 

Spákonufellsbærinn og kirkjan.

-

 Þessar byggingar stóðu þar sem kirkjugarðurinn
sóknarinnar er í dag. Samkvæmt Byggðin undir Borginni  var
alkirkja á Spákonufelli a.m.k. allt frá 1318 því frá þeim tíma er
til máldagi kirkjunnar. Kirkjan á myndinni var fyrsta timburkirkjan,
sem þarna stóð, en hún var byggð 1852. Fram að því höfðu
kirkjurnar verið byggðar úr torfi og grjóti. Þessi var notuð þar til
ný kirkja var svo vígð á Skagaströnd 17. júní 1928 og enn ný
kirkja þar í október 1991.
(Heimildir: Byggðin undir Borginni bls 34 - 37 og Ágrip af sögu Spákonufells- og Hólaneskirkna 1300 - 2012 bls 26 - 28
eftir Lárus Ægi Guðmundsson).