Innbæingar. |
Á árum áður skiptist Skagaströnd í útbæ og innbæ. Svo var að minnsta kosti í hugum barna og unglinga og stundum laust saman fylkingum út- og innbæinga. Í dag eru mörkin milli bæjarhlutana ekki eins klár þannig að slíkir bardagar eiga sér ekki stað lengur. Á þessari mynd, af nokkrum innbæingum, sem var tekin á lóðinni við Grund sennilega upp úr 1960, eru frá vinstri: Kristinn Ágústsson Blálandi, Kristófer Einarsson Dagsbrún, Guðbjörg Viggósdóttir (nær), Gunnlaugur Sigmarsson (fjær), Díana Kristjánsdóttir Grund (næst), Gísli Bergsson Hólanesi (fjær), Fritz Bjarnason Bjargi, Linda Kristjánsdóttir Grund (næst), Hallbjörn Ágústsson Blálandi (í miðið), Hjörtur Guðbjartsson (fjærst), Vigfús Elvan Friðriksson (d. 7.12.2001) (nær), Bogi Ingvar Traustason, Heiðar Elvan Friðriksson (nær) og Ómar Jakobsson Grund (fjær) með heimilisköttinn Klóa. |