Mynd vikunnar

 
Neðan við Einbúann.



Þessi mynd var tekin neðan við Einbúann á þeim tíma sem sjór
féll upp að honum. Hvenær myndin var tekin er ekki vitað fyrir
víst en Neðri-Jaðar sem byggður er um 1941 og Lundur,
byggður 1942 eru á myndinni, en ekki Lækjarbakki  sem
var byggður um 1946.
Árið 1934 var hafist handa við hafnargerð á þessu svæði.
Þá var stutt bryggja, byggð um 1922, rétt austan við Hólsnefið,
sem er systi oddi Höfðans.
Húsin á myndinni  eru frá vinstri: Litli/efri Lækur, Jaðar,
geymsluskúr (gamla sjoppan), Karlsskáli, Lækur, Lundur, 
Lækjarbakki (gamli bærinn) og Karlsminni.
Bátarnir eru óþekktir en Spákonufellið er í baksýn.