Mynd vikunnar

Við Blöndu.


Veiðimenn við Blöndu áður en hún var virkjuð. Algengt var að menn keyptu sér saman eina stöng því áin þótti erfið.
Hún var alltaf kolmórauð eins og kakósúpa og mest var veitt á spún af stærstu gerð þannig að oftar en ekki var laxinn húkkaður tilviljanakennt. Menn skiptust því á um að veiða en settust bara og fylgdust með félaganum meðan þeir voru ekki sjálfir að kasta fyrir laxinn og voru tilbúnir að stökkva af stað til að aðstoða við löndunina.
Þá var líka algengt að áhugasamir gestir  kæmu í heimsókn til að fylgjast með hvernig veiðin gengi.
Á þessari mynd frá 1982 eru frá vinstri: Jóhann Björn (Baddi) Þórarinsson, Bernódus Ólafsson (d. 18.9.1996), Jósef Stefánsson (d. 9.12.2001) allir frá Skagaströnd og Lárus Jónsson Blönduósi (frá Bakka í Vatnsdal).