Mynd vikunnar

 

Mjólkurpósturinn kemur

http://myndasafn.skagastrond.is/media/trans1x1.gif

Á myndinni, sem tekin var í kringum 1950, er Gunnlaugur Björnsson (d. 8.5.1978), sem þá var bóndi á Efri Harrastöðum, með kerru sína fulla af börnum.

 

Gunnlaugur og fleiri bændur á Skaga seldu bæjarbúum á Skagaströnd mjólk og fluttu hana til kaupenda í mjólkurbrúsum á kerrum sínum eða sleðum aftan í dráttarvél eða hesti.

Krakkarnir í hverfinu hópuðust að þegar mjólkurpósturinn kom og fengu að fljóta með smá spöl í því farartæki sem notað var hverju sinni.

 

Á myndinni má þekkja Birgi Þórbjarnarson á Flankastöðum, sem stendur hjá kerrunni. Fyrir aftan hann er Sveinn Torfi Þórólfsson og Árni Þórólfsson (fjær) og aftast er Almar Þórólfsson (dökkhærður) sem allir áttu heima í Höfðaborg. Halla Bernódusdóttir Stórholti er hægra megin við Birgi og hallar sér fram með úlpuhettu yfir höfðinu. Litla ljóshærða stúlkan við hlið Höllu er Elínborg Ingvarsdóttir í Sólheimum. Næst henni hægra megin er Guðrún Þórbjarnardóttir frá Flankastöðum með barn í fanginu (Halla Jökulsdóttir ?). Þórunn Bernódusdóttir Stórholti er ljóshærð lengst til hægri og framan við hana er dökkhærð Kristín Lúðvíksdóttir frá Steinholti. Aðrir eru óþekktir. 

 

Myndin var tekin í Bankastræti og húsin sem sjást eru Höfðabrekka til vinstri og Bjarnarhöfn til hægri.