Mynd vikunnar

 

Karl, Einar og Ásgeir.

.


Þessir þrír heiðursmenn settu svip sinn á Skagaströnd hér á
árum áður.
Karl Guðmundsson (d.11.12.2011), sem er lengst til vinstri,
ólst  að mestu upp á Vindhæli í Skagabyggð og átti þar heimili
þar til hann flutti til Skagastrandar og stofnaði fjölskyldu með konu
sinni  Dagnýju Hannesdóttur.
Einar Haraldsson (d.14.11.1983) , sem er í miðið, var bóndi að
Kjalarlandi í Skagabyggð áður en hann flutti til Skagastrandar með
sinni konu, Ólínu Hjartardóttur (d. 27.7.1983) frá Vík.
Á Skagaströnd bjuggu þau í Dagsbrún, sem er horfin en stóð
u.þ.b. þar sem stjórnsýsluhúsið er nú. 
Lengst til hægri er svo Ásgeir Axelsson (d. 8.6.2011) bóndi á
Litla Felli í Sveitarfélaginu Skagaströnd. Þar bjó hann með konu
sinni Sigrúnu Guðmundsdóttur og þeirra fjölskyldu.
Allir eru þessir þrír menn  minnisstæðir þeim sem til þeirra þekktu.