Mynd vikunnar

 

Í eldhúsinu í Skátaskálanum

.

Þessar konur sáu um kaffiveitingar í veislu sem haldin var
í Skátaskálanum af óþekktu tilefni sem tengdist Skagstrendingi hf.
Veislan fór fram í Skátaskálanum en þar var um þær mundir rekið
mötuneyti fyrir menn sem voru að vinna að breytingum á
síldarverksmiðjunni.
Frá vinstri á myndinni: Anna Sjöfn Jónasdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir,
Anna H. Aspar (d. 1.9.1999), sem sá um mötuneytið,
og Lilja Bernódusdóttir.
Myndina tók Jón Jónsson  einhverntíma kringum 1980.