Málningarvinna |
Jón Örn Stefánsson vinstra megin og Hildur Inga Rúnarsdóttir hægra megin vinna við að mála í smíðastofunni í Höfðaskóla í vinnuviku. Eftir málun var svo smíðað einhvers konar leiktæki úr timbrinu. Að sjálfsögðu eru þau klædd viðeigandi hlífðarfötum - svörtum ruslapokum.
Í dag er Jón Örn sjómaður og fiskeldisfræðingur en Hildur Inga er prestur í Þingeyrarprestakalli við Dýrafjörð.
Myndin var tekin einhverntíma kringum 1985. |