Mynd af Skagaströnd, líklega tekin rétt fyrir 1950. Hafnarhúsið er komið á sinn stað en það var upphaflega byggt á hafnarsvæðinu þar sem síldarverksmiðjan reis seinna. Framan við það (vestan við það) er "Dokkin", sem átti að verða lífhöfn fyrir litla báta en var aldrei notuð sem slík. Hún var svo fyllt upp með sanddælingu þegar verið var að dýpka höfnina. Uppfylling er komin fyrir Skúffugarðinn en ekki er búið eð reka niður stálþilið sem þar er. Mörg húsanna á myndinni eru nú horfin en önnur komin í staðin. |