Mynd vikunnar

 
 Á skátamóti


Þessi mynd var tekin á einhverju móti skáta frá Skagaströnd
og Blönduósi kringum 1960. Eins og sjá má á fjölda skáta á
myndinni var skátastarfið afar vinsælt meðal ungmenna á
stöðunum tveimur.
Standandi á myndinni eru, frá vinstri: Jón Ísberg (d. 24.6.2009)
félagsforingi á Blönduósi, þrír óþekktir, Árni Ólafur Sigurðsson í köflóttri
skyrtu, fimm óþekktir, Jóhann Björn Þórarinsson,
Kristinn Lúðvíksson (d.15.6.2016), Pétur Jóhannsson, Birgir Júlíusson,
Hallbjörn Björnsson, Jóhann Ingibjörnsson, Hrafnhildur Jóhannsdóttir,
óþekkt, Brynja Axelsdóttir, Frímann Lúðvíksson, Jóhanna Valdimarsdóttir,
Sigríður Pálsdóttir, óþekkt og Þórður Jónsson (d. 25.12.2010) félagsforingi
Sigurfara á Skagaströnd.
Krjúpandi frá vinstri: Stefán Ingólfsson (d.21.10.2004), Örn Berg Guðmundsson,
þrír óþekktir, Helgi Bjarnason (d.1.3.2007), Sigurjón Ástmarsson,
fjórir óþekktir, ?Sigurður Hjálmarsson?, óþekktur,
Steindór Haraldsson (nær), óþekktur (fjær), sjö óþekktir skátar,
Margrét Valdimarsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir, óþekkt, Fjóla Jónsdóttir og
Jóhanna Hallgrímsdóttir.
Ef þú þekkir einhvern af óþekktu skátunum vinsamlega sendu okkur
þá athugasemd annað hvort með myndinni
eða á netfangið: myndasafn@skagastrond.is.