Mynd vikunnar

 
Kvenfélagskonur


Þessar prúðbúnu kvenfélagskonur gengu um beina á
þorrablóti Einingar í gömlu Tunnunni.
Myndin var tekin af þeim á sviðinu og myndin á bakvið þær er hluti
leiktjalda sem Sveinbjörn Blöndal (d. 7.4.2010)  hafði málað.
Ekki er vitað hvenæar myndin var tekin en það hefur sennilega verið
einhverntíma á sjöunda áratugnum.
Á myndinni eru frá vinstri: Elísabet Árnadóttir (Bebbý), Jóhanna Gunnlaugsdóttir
(d. 18.4.2012), Sigríður Ásgeirsdóttir (d. 11.12.2006),
Gestheiður Jónsdóttir (d. 6.11.2010), Anna H. Aspar (d. 1.9.1999),
Helga Berndsen og Karla Helgadóttir (d. 25.9.1986).
Á þessum tíma útbjuggu kvenfélagskonurnar sjálfar allan matinn sem
í boði var á blótinu nema harðfiskinn og hákarlinn.
Þær sáu samt um að það góðgæti væri í boði með því að fá valinkunna
menn til að herða fisk fyrir sig og annan til að verka hákarlinn.