Mynd vikunnar

 


Skólamynd .


Þessi skólamynd var tekin af stúlkum úr Höfðaskóla á tröppum
"Gamla skólans" eða Bjarmaness eins og húsið heitir.
Í fremri röð eru frá vinstri:
Sigurbjörg Kristjánsdóttir frá Háagerði, Helga Ólafsdóttir í Suður-Skála,
Pálfríður Benjamínsdóttir í Skálholti, Sigríður ?, Þórunn Bernódusdóttir í
Stórholti og Kristín Lúðvíksdóttir í Steinholti.
Aftari röð frá vinstri:
Sigrún Jósteinsdóttir frá Sólvangi, Halla Björg Bernódusdóttir í Stórholti,
Ástríður Bertelsdóttir í Drangey, Dagný ?, Anna Skaftadóttir í Dagsbrún,
Harpa Friðjónsdóttir í Lækjarhvammi og Aðalheiður Jónsdóttir í Hólanesi.
Tröppurnar sem stúlkurnar sitja í voru austan á húsinu með forstofu sem
sér í. Tröppurnar og forstofan hafa nú verið brotin niður og húsið sjálft
verið sett í sitt upprunalega horf. Ekki er vitað hvenær myndin var tekin
en líklega hefur það verið einhverntíma rétt fyrir 1958 þegar
Höfðaskóli var færður í nýtt hús.

Senda upplýsingar um myndinaSkráning