Ægissíða, heimili ljósmyndarans Guðmundar Guðnasonar (d. 21.11.1988) og foreldra hans Guðna Sveinssonar (d. 15.11.1971) og Klemensínu Klemensdóttur (d.12.6.1966). Húsið er nú löngu horfið en mun að stofni til hafa verið flutt utan úr Kálfshamarsvík. Þar bjuggu í því Sigurður Júlíusson og Guðbjörg Guðjónsdóttir kona hans, líklega til 1943. Þá keyptu Björn Jóhannesson og Ragnheiður Jónsdóttir húsið og bjuggu í því til 1948, er þau fóru að Bergstöðum. Guðni Sveinsson og Klemensína Klemensdóttir bjuggu í húsinu eftir það, en líklega keypti Pálmi sonur þeirra húsið af Birni. |