Þrjár blómarósir.
Stúlkurnar á myndinni voru nágrannar í útbænum þegar þær voru að alast upp.
Lengst til vinstri er Matthildur Fossdal Hafsteinsdóttir í Dvergasteini.
Dvergasteinn er horfinn fyrir löngu en hann stóð milli Skálholts og Bankastrætis.
Í miðið er svo Sóley Benjamínsdóttir í Skálholti, sem enn stendur við Skagaveg.
Lengst til hægri er Áslaug Hrólfsdóttir úr Bjarmalandi sem stendur í skakkhorn við Skálholt hinum megin við Skagaveginn en þar hefur
engin búið í mörg ár.
Matthildur átti þrjá bræður en tveir þeirra eru nú látnir.
Sóley átti tvær systur og er önnur þeirra látin. Áslaug var einbirni.
Allar fluttu þessar blómarósir ungar burt frá Skagaströnd.
Myndina tók Guðmundur Guðnason líklega kringum 1960.