Mynd vikunnar

 
Breytt götumynd í útbænum
Myndin er tekin af Höfðanum yfir útbæinn og höfnina.
Mörg af húsunum á myndinni eru horfin eins og Efri Sólheimar
sem sést ofan á fremst til vinstri og Valhöll sem stendur hinum
megin við götuna. Höfðaberg hét húsið næst okkur til hægri á
myndinni og Höfðakot hægra megin við það.
Niður með Skagaveginum eru síðan horfin útihúsin og viðbyggingar
við Bjarmaland vinstra megin og Þórsmörk, Héðinshöfði og
Garður hægra megin við götuna. Kaupfélagshúsið, braggarnir
og löndunarútbúnaður vegna síldarverksmiðjunnar á höfninni  
eru einnig horfin í dag.
Ef grannt er skoðað sést hafís á sjónum þannig að myndin hefur
líklega verið tekin 1965 eða 1968.
Senda upplýsingar um myndina