Mjólkurflutningar
Gríðarlegur snjór var á Skagaströnd í janúar - maí 1995 með
sífelldum illviðrum. Snjómokstur gekk erfiðlega því erfitt var að
koma snjónum fyrir nema aka honum í sjóinn.
Ófært var út á Skaga fyrir mjólkurbílinn og tóku bændur þá það til
ráðs að þeir komu á dráttarvélum sínum með mjólkina í brúsum og
tunnum til móts við mjólkurbílinn, sem komst hálfa leið út að Háagerði.
Þar var mjólkinni dælt í mjólkurbílinn úr ílátum bændanna.
Á þessari mynd er Sigfús Guðmundsson mjólkurbílstjóri að dæla upp úr
brúsum frá Árna Sveinbjörnssyni frá Króksseli.
Í baksýn eru að spjalla Baldvin Sveinsson frá Tjörn, Vilhjálmur Skaftason
Skagaströnd, óþekktur og Jens Jónsson frá Brandaskarði.