Mynd vikunnar

 
Vitinn





Þessi viti stóð áratugum saman á enda
hafskipabryggjunnar (Útgarði) í Skagastrandarhöfn og
vísaði sjómönnum rétta leið til hafnar.
Á myndinni, sem Ingibergur Guðmundsson tók í apríl 1987, er hann
þakinn ís eftir mikla ágöf. Vitinn var gasknúinn og því var inni í honum
hólf fyrir gaskút.
Vitinn var rifinn þegar hann var farinn að láta verulega á sjá eftir
endalausan ágang sjávar ekki síst vegna þess að bryggjan sem hann
stóð á seig og hallaðist þannig að meira mæddi á honum en áður.
Í dag er rör með ljósi á sama stað og vitinn stóð en hinum megin við
innsiglinguna í höfnina, við skerið Brúnkollu, er ljósbauja með
blikkandi ljósi.
Senda upplýsingar um myndina