Mynd vikunnar

 

Við þurkhjallinn.



Vorinu fylgir veiði á grásleppu. Mörgum þykir sigin grásleppa
vera hnossgæti. Öðrum þykir hún versti matur sem til er eða jafnvel
að hún sé alls ekki matur yfirleitt.
Á myndinni er Bernódus Ólafsson (d.18.9.1996) að búa sig undir að
hengja upp nýskornar grásleppur í hjallinn. Eins og sést í í hjallinum í
baksýn eru grásleppur þar að síga á mörgum hæðum. Þær þurfa að
hanga 10 - 20 daga eftir verðurfari áður en þær eru tilbúnar í pottinn.
Myndin var tekin einhverntíma seint á níunda áratugnum.
Senda upplýsingar um myndina