Þetta eru skátar úr skátafélaginu Sigurfara á Skagaströnd í "hike" ferð nálægt Skagaströnd vorið 1963. Slíkar ferðir voru gjarnan farnar á vorin og stóðu yfirleitt nokkuð langan dag þó stöku sinnum væru þær tveggja daga með gistingu einhversstaðar yfir nótt. Skátarnir eru frá vinstri: Helgi Bjarnason (d.1.3.2007) í Holti, Steindór Haraldsson í Höfðakoti, Þórður Jónsson (d.25.12.2009) í Herðubreið félagsforingi Sigurfara , Kristinn Lúðvíksson (d.15.6.2016) í Steinholti, Ester Axelsdóttir (d. ?) frá Læk, Helga Guðmundsdóttir úr Skeifunni, Þórunn Bernódusdóttir í Stórholti, Kristín Lúðvíksdóttir í Steinholti, Sigurður Pálmason í Pálmalundi og Gissur Jóhannsson frá Lækjarbakka. |