Mynd vikunnar

 

Orkudagar 2000


Orkudagar voru haldnir í Fellsborg haustið 2000.
Þar voru kynntar ýmsar vörur og lausnir í sambandi við orku og
orkunotkun. Eitt af fyrirtækjunum sem sýndi vörur sínar á orkudögum
var vefnaðarfyrirtækið Árblik á Skagaströnd, sem var rekið í gamla
frystihúsi Hólaness við Einbúastíg frá 1999 - 2007.
Þeir sýndu meðal annars værðarvoðir sínar og þar var þessi vísa. 
Ekki er vitað hver er höfundurinn en gaman væri ef hann gæfi sig
fram við Ljósmyndasafnið.