|
Landburður af fiski var hjá Arnari HU 1 hafísvorið 1969. Gripið var til þess ráðs að koma í land með aflann óslægðan og landa honum þannig á bryggjuna þar sem slægingagengi tók við og slægði fiskinn sem síðan var fluttur upp í frystihús. Arnar hélt aftur á móti strax aftur á miðin. Slægingarmennirnir á myndinni eru óþekktir en Arnar HU 1 er í baksýn á leið út úr höfninni aftur. Einnig sjást nokkrir ísjakar á reki. Myndin var tekin löngu fyrir alla kvótasetningu á fiski á Íslandsmiðum. |