Við Brautarholt |
Brautarholt stóð utan í hólnum sem er á milli Fellsbrautar 9 og 13. Á þessari mynd er Ólafur Guðmundsson (d. 6.10.1985), íbúi þar til hægri. Konan er líklega Aðalbjörg Hafsteinsdóttir frá Reykholti. Ólafur eða Óli í Braut eins og hann var oft kallaður, bjó þarna alla tíð barnlaus ásamt konu sinni Þuríði Jakobsdóttur (d.19.7.1965) og móður Elísabetu Ferdinantsdóttur (d.11.12.1958). Ólafur var fróðleiksfús og hneigðari til bókar og skriftar en erfiðisvinnu. Varð læs bæði á ensku og dönsku, sem ekki var algengt með fátæka verkamenn á hans tíð og las mikið. Honum var einnig létt um mál og tók gjarnan til máls á mál- og framboðsfundum. Ólafur var blindur síðustu æviár sín og naut þá aðstoðar Aðalbjargar meðal annarra. Húsið sem sér í lengst til hægri er Röðulfell. Þegar Ólafur dó var Brautarholt eina torfhúsið á Skagaströnd og hafði þá staðið af sér allar nýsköpun. |
Senda upplýsingar um myndina |