Hólanes hf 1976 |
Þessi mynd sýnir horfinn tíma. Hún var tekin í vinnslusal frystihúss Hólaness hf 1976. Á henni má telja 21 konu sem eru að snyrta og pakka fiski. Ekki þekkjast allar konurnar en frá hægri eru: Guðrún Sigurðardóttir, óþekkt, Kristín Sigurðardóttir, Bergljót Óskarsdóttir (d. 22.2.2004), óþekkt, Hólmfríður Rögnvaldsdóttir (d.13.10.2000), Jóhanna Thorarensen (d. 6.3.2004), Laufey Sigurvinsdóttir (d. 21.12.1994), fjórar óþekktar, Elísabet Kristjánsdóttir (d. 21.3.1991) (nær), óþekkt (fjær), Elísabet Árnadóttir, Guðrún Guðbjörnsdóttir en aðrar eru óþekktar. Nú hefur vinnslusalnum verið breytt í rannsóknarstofur og Vörusmiðju BioPol ehf. |