Mynd vikunnar

Ljósmynd: Aðalbjörg og Áslaug Hafsteinsdætur
Ljósmynd: Aðalbjörg og Áslaug Hafsteinsdætur

 

Margra ára sjúkdómsbaráttu Karls Berndsen er nú lokið því hann lést 28. janúar síðast liðinn, 55 ára að aldri.

Kalli var opinn, hress og glaðsinna. Hann horfði ávallt framávið og var framkvæmdamaður, óhræddur við hinar ýmsu áskoranir lífsins. Fagmaður fram í fingurgóma, sem náði svo langt í sínu fagi, bæði hér á landi og erlendis, að eftir var tekið. Kalli var einnig áhugamaður um þjóðmál og baráttumaður á því sviði. Með Karli Berndsen er genginn vinsæll fagmaður sem litið er upp til af þeim sem eru í sama fagi.

Aðstandendum Kalla er vottuð samúð með von um að minningarnar um góðan dreng hjálpi þeim í sorginni nú þegar hann heldur inn í ljósið.

 Útför Karls verður frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 11. febrúar klukkan 15:00 en aska hans verður jarðsett í Spákonufellskirkjugarði síðar.