Bjarni Helgason (d. 30.12.1983) kemur úr grásleppuróðri með sel í farteskinu. Bjarni var löngum kenndur við bát sinn og kallaður Bjarni á Stíganda. Eftir að hann seldi Stíganda Hu 9 gerði hann út á grásleppu á minni bátum, fyrst á Blíðfara Hu 17 og síðan á trillunni Albert. Báturinn sem Bjarni er í á myndinni er líklega Blíðfari. Þeir sem eru að aðstoða hann við að landa selnum eru, um borð í trillunni: sonur hans Helgi Bjarnason (d.1.3.2007) næstur okkur, þá Kristmundur Ingibjörnsson í miðið og annar sonur Bjarna, Skúli Bjarnason lengst frá okkur. Um borð í stóra bátnum (líklega Stíganda Hu 9) er Guðmundur J. Björnsson og óþekktur. Myndina tók Þórarinn Björnsson (d.24.5.1985) líklega kringum 1965.