Jónína Guðrún Valdimarsdóttir lést 12. mars síðast liðinn
Sómakona, sem aldrei talaði illa um nokkurn mann heldur fann alltaf eitthvað jákvætt í hverjum manni og atburði. Ávallt snyrtileg og vel til fara og gagnrýndi ekki annað fólk þó gjörðir þess væru stundum gagnrýni verðar. Jákvæðni var hennar aðall og oftar en ekki hafði hún á orði hvað hún hefði nú verið heppin. Átti hún þá oftast við atburði sem við hin teljum sjálfsagða og tókum ekki einu sinni eftir. Þannig var Nína á Kárstöðum.
Samúð okkar er með aðstandendum hennar nú þegar hún hverfur inn í ljósið.
Útför Jónínu fer fram frá Hólaneskirkju miðvikudaginn 8. apríl klukkan 13:00.
Vegna samkomubanns, sem leyfa ekki fjölmennari samkomur en 20 manns, mega vinir Jónínu ekki mæta við útförina. Við verðum þar í huganum og kveðjum þessa öldruðu sómakonu með því að kveikja á kerti heima hjá okkur.