Í vikunni verða sumarsólstöður, 21 - 22. júní. Þá skín sólin allan sólahringinn og sest ekki. Jónsmessunótt er svo 24. júní, á miðvikudaginn kemur. Jónsmessa er fæðingarhátíð Jóhannesar skírara, sem fæddist um það bil sex mánuðum á undan Jesú Kristi. Þjóðsagan segir að það sé allra meina bót að velta sér nakinn upp úr dögginni á Jónsmessunótt. Þau vísindi hafa þó ekki komist í lækningabækur en hver veit?