Þessi mynd var tekin á lokaballi unglinganna í Höfðaskóla 27. maí 2010 í Kántrýbæ. Þá völdu krakkarnir, til gamans, hina ýmsu fulltrúa eins og sjá má á myndinni. Útnefningarnar áttu að vera lýsandi fyrir hegðun og framkomu viðkomandi yfir veturinn. Á myndinni eru í fremri röð: Sigurlaug Máney Sæmundsen sem valin var "Krútt" ársins og einnig "Ungfrú stríðin". Hjá henni er Ívan Árni Róbertsson sem valinn var "Herra stríðinn". Í aftari röð eru, frá vinstri: Stefán Velemir "Kóngur" ársins, Telma Dögg Bjarnadóttir "Drottning" ársins, Eva Dís Gunnarsdóttir "Ljóska" ársins og "Herra skellur", Erna Björgvinsdóttir "Herra lítill" og Alma Dröfn Vignisdóttir "Prinsessa" ársins og "Ungfrú Sól".