Ljóst er að vegna Corona veirunnar verður ekki haldið neitt hefðbundið þorrablót þetta árið. Í stað þess er fólk hvatt til að borða hákarl og súra punga heima hjá sér, syngja saman lagið Þorraþræll og fara um leið yfir atburði síðasta árs í huganum. Mynd vikunnar er frá þorrablótinu sem haldið var 4. febrúar 2012 í Fellsborg. Á henni er verið að syngja einhvert grín um vandamál tengd klósettferðum eins og búningar leikaranna bera vitni um. Fólkið á myndinni er frá vinstri: Jón Ólafur Sigurjónsson, Halldór Gunnar Ólafsson, Árni Halldór Eðvarðsson, María Ösp Ómarsdóttir, Trostan Agnarsson, Sigríður Stefánsdóttir, Guðni Már Lýðsson, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, Hafþór Smári Gylfason, Elva Dröfn Árnadóttir og Þorgerður Þóra Hlynsdóttir.