Þessi mynd var tekin í sundinu milli Gamla kaupfélagsins til hægri og Kaupfélagshússins til vinstri en það hús, sem nú er löngu horfið, var byggt um 1910 sem íbúðarhús fyrir verslunarstjórann/kaupfélagsstjórann. Húsið var tvær hæðir og kjallari en ein íbúð var á hvorri hæð. Ekki er vitað hvenær myndin var tekin en maðurinn á myndinni er líklega Finnur Frímannsson (d. 18.3.1969) frá Jaðri. Finnur er sparibúinn og vel ríðandi með tvo til reiðar. Ekki er vitað hvenær myndin var tekin.